top of page

Vildi deila með sér

Drjúgur styrkur Á afmælisdag Einars söfnuðust 122.000 kr. og næstu vikur og mánuði á eftir bættist við upphæðina. Hún varð þegar allt var talið 400.000 kr. og það dugði fyrir útborguninni þegar Hlaðgerðarkot var keypt. En veit Þorsteinn hversu mikið safnaðist hjá honum? „Upphæðin er eitthvað á milli 200.000 – 300.000 kr.,“ segir hann. „Á afmælisdaginn sjálfan, laugardaginn 15. apríl söfnuðust 130.000 en síðan hefur verið að bætast við. Ég hef haldið þessu gangandi gegnum facebook og veit um minnsta kosti þrjá sem hafa gefið 25.000 kr. nýverið. Það skiptir mig auðvitað engu máli hvað hver og einn gefur mikið aðalatriðið er að úr því verða til nokkrar máltíðir.“ Fjármálastjóri Samhjálpar staðfesti að þetta væri rétt tilfinning hjá Þorsteini og upphæðin væri komin yfir 200.000 kr. En ekki má gleyma að auk þess að afla umtalsverðs fjár fyrir samtökin hefur Þorsteinn með framtaki sínu vakið athygli á starfi þeirra. Margir sem áður vissu lítið eða ekkert um hlutverk Samhjálpar vita núna af meðferðarstarfi samtakanna í Hlaðgerðarkoti og á þremur áfangaheimilum á höfuðborgarsvæðinu. Þekkja að á Kaffistofa Samhjálpar leita allt að 300 einstaklingar í neyð daglega og fá heitan mat, skjól og hlýju alla daga ársins. En aftur á að Þorsteini. Hvernig var svo afmælisdagurinn hjá manninum sem lét aðra njóta afmælisgjafanna? „Hann var æðislegur,“ segir hann. „Það komu milli níutíu og hundrað manns. Ég hélt þetta heima hjá mér og var umvafinn mínu besta fólki.“ Þorsteinn er matreiðslumeistari og rekur veitingastaðinn Old Iceland á Laugavegi. Hann skilur því vel þörfina fyrir að fá að góðan, næringarríkan mat daglega og njóta þess að borða hann í félagsskap annarra. Við hjá Samhjálp erum hins vegar einlæglega þakklát honum fyrir örlætið og drenglyndið

Comments


bottom of page