
Á morgunverðarfundi Náum áttum um einmanaleika barna og ungmenna flutti Oddný Sturludóttir aðjúnkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands áhugavert erindi um hvernig þverfagleg samvinna, lifandi sköpun, opin markmið og skilningur milli stofnana og kerfa væri nauðsynlegur til að takast á við vaxandi vanda barna og ungmenna í samfélaginu. Hún talaði einnig um samfélög sem læra og einkum hvað einkenndi þau. Samhjálp er samfélag sem lærir.
Samfélög sem læra einkennast af þorpshugsunini, þau hlúa að grunninum með sjálfbærni í huga og setja ekki plástur á alvarleg vandamál. Þau sýna þolinmæði og gera sér grein fyrir að flókinn vanda er ekki hægt að leysa í einu vettvangi, vita að ekki er hægt að gera flókinn hlut einfaldann en það er auðvelt að gera einfaldan hlut flókinn. Þau leggja áherslu á tengsl, mynda þau og hlúa að þeim, eru meðvituð um drauma sína og markmið. Þau þekkja einnig sína sjálfsmynd.
Allt starf Samhjálpar frá upphafi hefur einkennst af því að mæta fólki þar sem það er statt hverju sinni, byggja upp hvata hjá skjólstæðingum til að hjálpa sjálfum sér og leita sér bata. Samhjálp færir þeim margvísleg verkfæri til að nýta á þeirri vegferð meðal annars tækifæri til að tilheyra samfélagi og mynda tengsl við einstaklinga og hópa. Fíkn er sjúkdómur einmanaleikans og tengsl eru svarið við þeirri sáru tilfinningu. Innan samtaka eins Samhjálpar eru opin langtímamarkmið skilyrði fyrir að starfið blómstri. Þau þarf reglulega að endurskoða með nýjustu þekkingu í huga, samræma þörfum einstaklinganna sem við þjónum og samfélagsins. Til þess þurfum við stuðning kerfa, stofnana og einstaklinga. Þess vegna þarf Samhjálp alltaf að sýna sveigjanleika, fylgja reglum en vera ævinlega tilbúin að beygja þær. Innan starfsins hafa landamæri margoft verið víkkuð út en umhyggja og gildi góðmennskum þau gildi sem fastast er haldið í. Bestu þakkir Oddný Sturludóttir fyrir innblásið, athyglisvert og einstakt erindi sem bæði náði að kveikja nýjar hugmyndir, styðja og staðfesta gamlar og opna hugann fyrir nýjum möguleikum.
Þeir sem vilja kynna sér erindi Oddnýjar og umræðuna um einmanleika barna og ungs fólks er bent á heimasíðu Náum áttum: https://naumattum.is/
Comments