top of page

Nýr framkvæmdastjóri Samhjálpar



Guð­rún Ágústa Guð­munds­dótt­ir, hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Samhjálpar. Hún starfaði áður sem aðstoð­ar­maður Guð­mundar Inga Guð­brands­son­ar, ­fé­lags­mála- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra frá janúar 2022 og var fram­kvæmda­stjóri Alþýðu­sam­bands Íslands um fimm ára skeið frá 2015 til 2020. Hún var bæj­ar­full­trúi Vinstri grænna í Hafn­ar­firði á árunum 2006 til 2015 og bæj­ar­stjóri í sveit­ar­fé­lag­inu 2012 til 2014.


Guð­rún Ágústa lauk BA-prófi í almennri bók­mennta­fræði frá Háskóla Íslands árið 1991 og diplóma­námi í hag­nýtri fjöl­miðlun frá sama skóla árið 1993. Þá lauk hún námi í kennslu­rétt­indum árið 2000 og diplóma­námi í opin­berri stjórn­sýslu frá Háskóla Íslands 2021. Guð­rún Ágústa hefur þegar hafið störf og starfsfólk Samhjálpar býður hana velkomna til starfa og hlakkar til að takast á við verkefnin undir stjórn hennar.


Comments


bottom of page