Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Samhjálpar. Hún starfaði áður sem aðstoðarmaður Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra frá janúar 2022 og var framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands um fimm ára skeið frá 2015 til 2020. Hún var bæjarfulltrúi Vinstri grænna í Hafnarfirði á árunum 2006 til 2015 og bæjarstjóri í sveitarfélaginu 2012 til 2014.
Guðrún Ágústa lauk BA-prófi í almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands árið 1991 og diplómanámi í hagnýtri fjölmiðlun frá sama skóla árið 1993. Þá lauk hún námi í kennsluréttindum árið 2000 og diplómanámi í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands 2021. Guðrún Ágústa hefur þegar hafið störf og starfsfólk Samhjálpar býður hana velkomna til starfa og hlakkar til að takast á við verkefnin undir stjórn hennar.
Comments