top of page

Kvennafangelsin ekki vígvöllur



Dr. Stephanie S. Covington er heimsþekkt fyrir rannsóknir sínar og starf við meðferð við fíknivandamálum. Hún er læknir að mennt en hefur starfað sem kennari, ráðgjafi og fyrirlesari. Hún hefur einnig skrifað bækur byggðar af reynslu sinni og rannsóknum. Nýlega sendi hún frá sér bókina: Hidden Healers: The Unexpected Ways Women in Prison Help Each Other Survive. Dr. Stephanie blöskraði sú mynd sem dregin var upp af konum í fangelsum í sjónvarpsþáttum á borð við Orange is the New Black, Wentworth Prison,  Vis a Vis og Bad Girls. Hún hefur m.a. starfað í þrjátíu ár innan fangelsa í Bandaríkjunum og tók viðtöl við tuttugu og fjórar konur um reynslu þeirra af fangelsisvistinni. Bókin byggir á niðurstöðum þessarar megindlegu rannsóknar.


Gagnstætt þeirri valdabaráttu og oft miskunnarleysi sem sjónvarpsþættirnir sýna komst Dr. Stephanie qð því að konur reyna þvert á móti að hjálpa hver annarri að komast af við erfiðar aðstæður meðal annars með því að gefa hver annarri hagnýtar upplýsingar. Hún minnist til dæmis á að þegar kona kemur ný inn í fangelsið veit hún ekki að hún þarf að biðja um klósettpappír. Hinar konurnar stíga óhikað fram og segja henni að svo sé. Henni er líka sagt að pappírinn sem þeim er úthlutað væri harður og óþægilegur og henni ráðlagt að biðja ættingjana að færa sér betri útgáfu af þessari nauðsynjavöru. Þarna kemur einnig fram að ein kvennanna sem hún talaði við þjáðist af krabbameini. Hún mátti aðeins neyta fljótandi fæðu og starfsfólk fangelsins sagðist ekki geta séð henni fyrir slíku sérfæði. Samfangar hennar tóku þá höndum saman og fundu ótal leiðir til að mauka og búa til fljótandi fæði fyrir hana.


Tengsl áfalla og fíknar


Dr. Stephanie er þekkt fyrir kenningar sínar um tengsl áfalla og fíknar. Hún hefur þróað áfallatengda meðferð sem notuð er víða um heim. Í bókinni lýsir hún vel umhverfi og aðstæðum fanga. Það er nokkuð ljóst að hún efast gagnsemi refsinga og fangelsisvistar almennt. Það kemur vel fram að konurnar sem hún kynnist eru alls konar. Þær eru góðar, viðkvæmar, glaðlyndar, umhyggjusamar, sterkar, skapandi, heiðarlegar, duglegar, reiðar, latar, skapbráðar, hræddar og veikar. Þetta er áhrifamikil bók og opnar alveg nýja sýn á fanga í fangelsum.

Hingað til hefur myndin af föngum í kvikmyndum og sjónvarpi fyrst og fremst verið sú að um hópa harðsvíraðra, samviskulausra einstaklinga sé að ræða. Inn í hóp þeirra er svo hent venjulegri manneskju sem ýmist sekkur eða nær að synda vegna þess að hún hefur eitthvað sem annað hvort valdamiklir fangar eða fangaverðir hafa áhuga á. Til dæmis fjármálasnilli Andy Dusfresne í Shawshank Redemption. Dr. Stephanie sýnir hins vegar fram á að konurnar eiga að baki áfallasögu og eru að berjast við margvíslegar afleiðingar þeirra. Aðstæður og innilokun í fangelsi magnar síðan upp þessi viðbrögð og skapar álag sem margir kikna undan.


Dr. Stephanie hefur undanfarin tuttugu og fimm ár ferðast um Bandaríkin, Sviss, Bretland, Skotland og Kanada og boðið fangavörðum og starfsmönnum stofnana er veita meðferð við fíknivanda upp á námskeið til að aðstoða fólkið við að taka tilliti til kynjamismunar þegar kemur að fíknisjúkdómum og veita áfallatengda meðferð. Einnig má nefna að þekktasta bók Dr. Stephanie Covington er A Womans Way through the Twelve Steps.

 

 

Comentários


bottom of page