Átakið Gefðu máltíð er hafið á vegum Samhjálpar. Við sendum ákall til landsmanna og biðjum alla sem geta að gefa máltíð um jólin. Á köldustu mánuðum ársins er lengdur opnunartími hjá Kaffistofu Samhjálpar en þar er opið alla daga ársins og tekið á móti öllum þeim sem á þurfa að halda. Dag hvern leita fjölmargir til Kaffistofunnar í leit að skjóli, hlýju, samveru og stuðningi. Skjólstæðingar okkar búa við mjög erfiðar félagslegar aðstæður, sárafátækt og jafnvel heimilisleysi. Um jólin bjóðum við upp á hátíðarmáltíðir svo að allir geti fengið góðan jólamat.
Með því að gefa máltíð tryggir þú að fólk sem þarf á því að halda fái góðan mat, hlýju og samveru um jólin. Er þú aflögufær? Þá getur þú veitt stuðning hér. https://gefdu-maltid.samhjalp.is/?utm_source=website&utm_medium=cpc&utm_campaign=jol24
Comments