top of page

Frábær árangur Samhjálparhlaupara



Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fór fram um helgina og aldrei hafa fleiri hlauparar hlaupið til styrktar Samhjálp. Öll náðu þau frábærum árangri og starfsfólk Samhjálpar þakkar þeim af heilum hug fyrir þeirra frábæra framlag. Í allt söfnuðu hlaupararnir okkar á aðra milljón króna. Þau eru stórkostleg. Samhjálp var með hvatningarstöð á Ægissíðu og Signý Guðbjartsdóttir náði frábærum myndum af hluta hópsins okkar þegar hann fór framhjá. Maraþon í ár gekk ákaflega vel, enda viðraði vel til hlaupa og í allt söfnuðust á þriðja hundrað milljónir til góðgerðafélagi í landinu. Við hjá Samhjálp hlökkum til næsta árs og það verður spennandi að

sjá hver margir ákveða þá að efla starfsemi okkar á þennan hátt.




Comentarios


bottom of page