Nytjamarkaður Samhjálpar

  • Nytjamarkaður Samhjálpar er í Hólagarði, Lóuhólum 2-4, 111 Reykjavík.
  • Hann er opinn alla virka daga kl. 11-17. Tekið er á móti gjöfum á sama tíma.
  • Hægt er að hringja í síma 842-2030 fyrir nánari upplýsingar.

Allur ágóði af sölunni rennur til viðamikils starfs Samhjálpar

Á Nytjamarkaðnum kennir ýmissa grasa. Við leggjum áherslu á fatnað og smærri hluti. Hjá okkur er gott úrval af fatnaði og skóm, jafnt fyrir börn og fullorðna, bæði notað og nýtt. Einnig höfum við á boðstólum ýmislegt til heimilisins, sem og úrval af bókum og tímaritum.

Líttu við, sjón er sögu ríkari!