top of page

Kynningar fyrir vinnustaði

Við bjóðum upp á kynningar fyrir vinnustaði

Hjálpaðu okkur að hjálpa öðrum

 

Í rúma hálfa öld hefur Samhjálp staðið vörð um jaðarsetta hópa sem lifa við fátækt og félagslega einangrun, sem oft er afleiðing af langvarandi glímu við fíkn. Samhjálp rekur meðferðarheimilið Hlaðgerðarkot, Kaffistofu Samhjálpar ásamt áfanga- og stuðningsheimilum í Reykjavík og Kópavogi.  Nú bjóðum við upp á að koma inn á vinnustaði með kynningar um samtökin og það starf sem er unnið þar.

 

Í kynningunni verður farið yfir:

  • Sögu, verkefni og þá þjónustu sen Samhjálp býður upp á

  • Vitnisburði frá einstaklingum sem hafa notið góðs af starfseminni

  • Tækifæri fyrir fyrirtækið þitt og starfsmenn til að taka þátt og hjálpa t.d. með sjálfboðaliðastarfi, styrkjum og samstarfsverkefnum

  • Í lokin gefst tækifæri fyrir spurningar og umræður 

 

Markmið kynningarinnar er að:

  • Veita þínu starfsfólki innblástur

  • Ýta undir samfélagslega ábyrgð

  • Auka þátttöku starfsfólks

  • Styrkja samfélagstengsl

 

Hvernig er hægt að panta?

 

Auðvelt er að bóka kynningu hjá Samhjálp. Hafðu einfaldlega samband við verkefnastjóra fjáröflunar með því að senda póst á: sandra@samhjalp.is eða hringdu í síma 561-1000 til að skipuleggja tíma sem hentar teyminu þínu best.

bottom of page