Kaffistofa Samhjálpar

Kaffistofa Samhjálpar er í Borgartúni 1a (gengið inn frá Guðrúnartúni) og er opin sem hér segir:

  • Opið alla daga frá kl. 10 – 14

Á kaffistofu Samhjálpar er boðið upp á morgunkaffi, meðlæti og heita máltíð í hádeginu, alla daga ársins, helgar jafnt sem helgidaga.

Um 67 þúsund máltíðir eru gefnar á Kaffistofunni á hverju ári.

Því miður er það svo að þótt betur ári nú í þjóðfélaginu hefur ekki dregið úr aðsókn á Kaffistofuna eins og ef til vill mætti búast við. Þvert á móti hefur aðsóknin aukist og hefur þörfin sjaldan verið meiri.

Til okkar leitar umkomulaust og fátækt fólk, ýmist vegna andlegra eða líkamlegra veikinda eða félagslegrar einangrunar. Öll eiga þau það sameiginlegt að búa við mjög erfiðar félagslegar aðstæður.

Við hjá Samhjálp veitum þessum einstaklingum morgunmat og heita máltíð í hádeginu. Um hátíðir eins og páska og jól veitum við hátíðarmáltíðir.

Þeir sem vilja styrkja Kaffistofu Samhjálpar með matargjöfum geta haft samband við okkur með því að senda póst á rosy@samhjalp.is eða að hafa samband í síma 854-8307 virka daga en 855-9936 um helgar.

Vertu velkomin/nn