3 Áfangaheimili

Samhjálp rekur 3 Áfanga- og stuðningsheimili

Áfangaheimilinu Brú

Einstaklingsíbúðir

Á áfangaheimilinu Brú, Höfðabakka 1, 110 Reykjavík, eru 19 einstaklingsíbúðir. Til þess að komast að á Brú þurfa umsækjendur að hafa lokið langtímameðferð. Á meðan á dvölinni stendur þurfa íbúar að sækja um nám, vinnu eða nýta sér stuðningsnet sem í boði eru.

Markmið þeirrar félagslegu aðhlynningar sem veitt er á áfangaheimilinu er að gera skjólstæðingum kleift að temja sér nýja lífshætti og varanlegt bindindi á eigin ábyrgð. Íbúum er skylt að sækja AA fundi og þá fundi og viðtöl sem eru á vegum Samhjálpar. Mikilvægt er fyrir íbúa að huga tímanlega að framtíðarlausn í húsnæðismálum sínum.

Umsókn og fyrirspurnir sendist á netfangið: afangaheimili@samhjalp.is.

Áfanga- og stuðningsheimilið að Miklubraut 18

Stuðningsheimili fyrir 8 karlmenn

Áfanga- og stuðningsheimilið að Miklubraut 18 er rekið í samvinnu við Félagsþjónustuna í Reykjavík og er heimili fyrir heimilislausa Reykvíkinga. Á heimilinu eru 7 rúmgóð einstaklingsherbergi og ein einstaklingsíbúð. Önnur aðstaða er sameiginleg. Heimilið er nokkurskonar áfangaheimili en með miklum stuðningi. Heimilismenn eru í virku sambandi við félagsráðgjafa á vegum borgarinnar. Ásamt því á yfirmaður reglulega fundi og einkaviðtöl við heimilismenn. Markmiðið með heimilinu er að styðja einstaklingana til að ná tökum á lífi sínu og komast aftur út í daglegt líf.

Áfanga- og stuðningsheimilið að Nýbýlavegi 30

í Kópavogi er rekið fyrir velferðarsvið Kópavogs og er kynjaskipt.

Þar eru 8 rúmgóð einstaklingsherbergi. Önnur aðstaða er sameiginleg. Heimilismenn eru í virku sambandi við félagsráðgjafa á vegum Kópavogsbæjar, ásamt því að yfirmaður og starfsmenn heimilisins eiga reglulega fundi og einkaviðtöl við heimilismenn. Markmiðið með heimilinu er að styðja einstaklingana til að ná tökum á lífi sínu og komast aftur út í daglegt líf.