Skip to main content

Áfangaheimilinu Brú verður lokað í lok ágúst í ár. Um nokkurra ára skeið hefur Samhjálp rekið áfangaheimilið Brú í húsnæði Félagsbústaða í Reykjavík. Á Brú hafa búið einstaklingar sem lokið hafa langtímameðferð á meðferðarheimilinu Hlaðgerðarkoti. Markmiðið með starfsemi Brúar hefur ver að veita áframhaldandi stuðning til uppbyggingar nýs lífs og byggja brú inn í framtíð án vímuefna. Árangur af starfinu hefur verið mjög góður og eftirfylgni í kjölfar meðferðar á Hlaðgerðarkoti reynst vel. Íbúar hafa flestir náð löngum tíma í bata og verið virkir í samfélaginu. Samhjálp harmar að þurfa að leggja niður starfsemina en uppi eru áform um að þróa endurhæfingar- og eftirmeðferðarúrræði sem byggir á því góða og árangursríka starfi sem átt hefur sér stað á Brú.