Það er alltaf gaman að frétta af góðu gengi hæfileikafólks. Þau Þóra Gréta Þórisdóttir varaformaður stjórnar Samhjálpar og Guðjón Norðfjörð meðstjórnandi hafa bæði nýlega tekið við nýjum hlutverkum. Þóra Gréta er forstjóri Nóa Sírius og Guðjón forstjóri Ey á Íslandi. Við óskum þeim til hamingju og góðs gengis í nýjum störfum.