Nýtt Samhjálparblað kom út í gær. Að þessu sinni eru á forsíðu þau Natalie T. Narvaéz Antonsdóttir og Þórir Kjartansson en þau hafa bæði fundið sterka trú og hvort annað. Þau þurftu sannarlega að berjast fyrir sambandi sínu og hugarró þegar Þórir slasaðist alvarlega í vinnuslysi. Við tölum einnig við Díönu Ósk Óskarsdóttur sem var ellefu ára komin á götuna, glímdi við fíknisjúkdóm um árabil en er nú með fimm háskólagráður og ver doktorsritgerð sína fljótlega. Díana hefur helgað líf sitt því að aðstoða aðra og er sjúkrahúsprestur á Landspítala Háskólasjúkrahúsi. Sigurlína Davíðsdóttir segir okkur frá rannsókn sem hún maðurinn hennar, Ragnar Ingi Aðalsteinsson, gerðu á hvað virkar best til að fólk sem glímir við fíknisjúkdóma nái bata og að lifa betra lífi og Sigrún Óskarsdóttir fangaprestur talar um hvernig hún fann köllun sína í prestsstarfinu. Margt fleira spennandi og skemmtilegt í nýju og einstaklega fallegu blaði.