Skip to main content

Páskaegg eru skemmtileg leið til að gleðja aðra. Gómsætt súkkulaðið bráðnar í munni og málshátturinn getur hvort sem er gefið fyrirheit um framtíðina eða verið lýsandi fyrir þann sem flettir honum í sundur. Samhjálp og Hvítasunnukirkjan Fíladelfía í samvinnu við Nóa Siríus, senda í ár sameiginlega kveðju og óskir um blessun til frelsissviptra og þeirra sem þurfa að notfæra sér þjónustu gistiskýla. Gulur er þess vegna ríkjandi litur á skrifstofu Samhjálpar þessa dagana.