Skip to main content

Kaffistofa Samhjálpar er til staðar fyrir þá sem eiga sér fáa málssvara í okkar samfélagi. Starfsfólk okkar veitir þeim skjól, mat og hlýtt viðmót. Kaffistofan er staður þar sem allir fá að vera þeir sjálfir en jafnframt er mönnum veitt tækifæri til að stíga fyrstu skrefin í átt að breytingum ef þeir óska þess.

Hvernig byrjaði þetta?

Kaffistofa Samhjálpar var opnuð árið 1981 í bakhúsi milli húsanna númer 22 og 24 við Hverfisgötu. Í byrjun var boðið upp á kaffi og meðlæti, dagblöðin og spjall við starfsfólk og aðra gesta en þörfin fyrir staðbetri næringu varð fljótt ljós og farið var að bjóða upp á heitan mat. Undanfarin sextán ár hefur Kaffistofan verið til húsa í Borgartúni 1 og aðsókn þangað eykst stöðugt, enda þörfin fyrir þjónustuna sjaldan verið meiri.

Hverjir koma?

Á Kaffistofuna leitar umkomulaust og fátækt fólk, ýmist vegna andlegra eða líkamlegra veikinda eða félagslegrar einangrunar. Öll eiga þau það sameiginlegt að búa við fjárhagslegar áskoranir ásamt því sem margir upplifa félagslega útskúfun.

Hvað mikið?

Það er okkur hjá Samhjálp mikill heiður að geta gefið gestum Kaffistofunnar að borða á hverjum degi – allan ársins hring. Þetta getum við gert með hjálp fjölda einstaklinga og fyrirtækja sem styrkja starfið í hverjum mánuði með fjárframlagi og matargjöfum. Fyrir þetta erum við afar þakklát. Kaffistofan hlýtur auk þess árlegan styrk frá Reykjavíkurborg.

Yfir 100 þúsund máltíðir eru gefnar á Kaffistofunni á hverju ári og óteljandi súpuskálar, kaffibollar.

Hvað get ég gert?

Þú getur ákveðið að líta ekki undan og farið inn á síðuna: www.ekkilitaundan.is og skrifað undir yfirlýsingu um að þú ætlir ekki að líta undan. Þú getur einnig skráð þig hér á heimasíðunni og stutt samtökin einu sinni eða mánaðarlega með framlagi.