Skip to main content

Settu ást þína á fjölskyldumeðlimi þínum í fyrsta sætið og taktu síðan raunhæf skref til að hjálpa honum til bata. Þetta er boðskapurinn í bók hjónanna Debru og Jeff Jay Love First, A Family‘s Guide to Intervention. Þau hafa um árabil bent á fíknisjúkdómar eru fjölskyldusjúkdómar og að árangursríkt sé að öll fjölskyldan taki þátt í meðferð við þeim.

Hjónin hafa bæði starfað við fíkniráðgjöf um árabil. Hann er íhlutunar- og fíknisérfræðingur (e. Interventionist og addiction specialist) og hún fíkniráðgjafi með áherslu á fjölskylduráðgjöf og -meðferð. Í bókinni mæla þau með að meðan á meðferð stendur séu haldnir vikulegir fjarfundir með fjölskyldunni og sá sem glímir við fíkn taki þátt í þeim þegar líður á meðferðina. Þá hefur hópurinn náð að þéttast og tileinka sér ákveðna þekkingu og því tímabært að hann komi með í samræðurnar.

Þau miða við að allir fari í gegnum sporin tólf og séu annað hvort í AA- eða Al-Anon-samtökunum. Þessi aðferð hefur hjálpað ótal fjölskyldum að endurbyggja tengsl sín og bæta þau umtalsvert. Lögð er áhersla á að fólki nái að byggja upp traust og lögð er áhersla á heiðarleika og opin tjáskipti. Meðal annars er vitnað er í aðstandanda sem segir: „Í fyrsta sinn var mér og fjölskyldu minni mætt með kærleika og skilningi en ekki eins og brotinni fjölskyldu.“

Jeff hefur sjálfur farið í meðferð á Hazelden og skrifaði um þá reynslu sína bókina, Navigating Grace en Debra Jay hefur einnig skrifað bækurnar It Takes a Family og No More Letting Go en í byrjun þeirrar bókar fer hún yfir nýjustu vísindarannsóknir á fíknisjúkdómum og meðferð við þeim. Hún lýsir tólf spora prógramminu og starfinu innan AA-samtakanna og Al-Anon en í síðari hluta bókarinnar setur  upp markvissan leiðarvísi að fjölskyldumeðferð og vitnar í fólk sem fetað hefur þessa leið með það að markmiði að sameina fjölskylduna í stuðningi hvert við annað til að skapa samhent teymi.

Meðferðarkerfið kallar Debra Jay, Structured Family Recovery, á íslensku væri það skipulagður bati fjölskyldu. Hún bendir á að hluti þeirra sem glíma við fíkn falla eftir að hafa lokið meðferð og sumir nokkrum sinnum. Hún telur að með því að skapa áhrifaríkt stuðningskerfi byggt á fjölskylduheild verði til umhverfi sem styður við batann og búi til umhverfi þar sem allir njóta umönnunnar og áframhaldandi endurhæfingar.

Fram að því að þau hjónin sendu frá sér Love First og Debra framhaldsbækurnar, It Takes a Family og No More Letting Go, höfðu meðferðarfræðingar annað hvort skrifað með áherslu á einstaklinga sem glíma við fíkn eða fjölskyldur þeirra. Það var alveg nýtt sjónarhorn að líta á fjölskylduna sem heild og miða meðferðina við hana alla.