Hænur eru skemmtilegar skepnur. Gaggið hefur róandi áhrif á fólk, þær hafa margar gaman af að láta klappa sér og þær borga góða umönnun með eggjum. Að auki borða þær svo matarafganga og stuðla þannig að minni matarsóun og svo gefa þær af sér áburð. Við Hlaðgerðarkot er myndarlegur hæsnakofi sem smíðaður var árið 2017 af þeim Verði Leví Traustasyni og Tryggva K. Magnússyni. Síðan hænurnar fluttu inn í þennan fyrirtakskofa hefur Hlaðgerðarkot verið sjálfbært með egg og Stuðningsheimilið M18 líka en þar er einnig hænsnakofi. Að auki geta skjólstæðingar og starfsfólk í Hlaðgerðarkoti og á M18 sótt sér hugarró og ánægju í umgengni við þessa fiðruðu vini.

Fyrstu handtökin

Þetta kemur allt

Vinnan göfgar manninn

Allt komið nema hænurnar

Ekki verður annað séð en þessar kunni vel við sig í velsmíðuðum kofa