Skip to main content

Í Morgunblaðinu í dag minnist Pétur Pétursson, prófessor emeritus við guðfræðideild Háskóla Íslands, Einars J. Gíslasonar í tilefni af aldarártíð hans. Einar var merkur frumkvöðull á mörgum sviðum, mikill trúmaður og mannvinur. Í grein prófessors Péturs segir meðal annars: „Rödd Einars var þróttmikil og honum lá hátt rómur, en samt var í henni hlýja og mýkt og það vottaði fyrir sönglandi hljómi sem hann hafði tileinkað sér á biblíunámskeiðum og predikunarmótum í Svíþjóð. “

Á fimmtugsafmæli hans voru samtökin Samhjálp stofnuð. Einar bað alla er ætluðu að gleðja hann á afmælinu að gefa peninga í sjóð og á næstu mánuðum söfnuðust 400.000 kr. sem voru miklir peningar í þá daga. Upphæðin dugði sem útborgun þegar gengið var frá kaupum á Hlaðgerðarkoti árið eftir.