Skip to main content

Þann 1. nóvember 2021 tóku gildi ný lög sem gera einstaklingum kleift að draga framlag sitt til góðra mála frá tekjuskattsstofni og sækja þannig eingreiðslu sem nemur skattprósentunni af greiddum framlögum upp að 350.000 kr. Samkvæmt upplýsingum frá Ríkisskattstjóra má gera ráð fyrir að almenningur styrki góð málefni fyrir upphæð sem nemur að lágmarki 2,5 milljörðum á ári. Þessi breyting á skattalöggjöfinni er til góðs og ætlað að vera hvatning til almennings um halda áfram að sýna stuðning sinn í verki. Töluvert vantar þó enn upp á að fólk þekki til þessara laga og hvernig hægt er að nýta sér skattafsláttinn. Við hjá Samhjálp viljum hvetja fólk til að kynna sér þessi lög, finna út hvernig endurgreiðslan virkar og athuga hvort þeir geti nýtt sér hann.