Við hjá Samhjálp erum orðlaus yfir rausn og kærleika starfsmanna Advania. Safnað var gjöfum um allar deildir fyrirtækisins til að gleðja skjólstæðinga meðferðarheimilisins Hlaðgerðarkots hjá Samhjálp nú um jólin og uppskeran er ótrúleg. Hlýr og fallegur fatnaður, spil, púsluspil, gagnlegar snyrtivörur, skór, bakpokar og svo ótalmargt fleira kom upp úr kössunum hér í morgun. Við erum snortin yfir gjafmildi þeirra og dugnaði og þökkum þessu ótrúlega fólki kærlega fyrir. Við sendum þeim jafnframt okkar innilegustu jólakveðjur og óskir um farsælt komandi ár.