Skip to main content

Jólablað Samhjálpar er komið út. Blaðið er stútfullt af fjölbreyttum greinum og fréttum úr starfinu. Daníel Rafn Guðmundsson er á forsíðunni og hann segir frá því hvernig líf hans breyttist þegar Guð talaði til hans. Daníel Rafn upplifði jól í fangelsi en nokkrir starfsmenn Samhjálpar segja frá sérstæðum jólaminningum í blaðinu. Þar er líka að finna uppskriftir, ráð gegn matarsóun og hugmyndir að nýtingu afganga, hvernig þakklæti bætir hag og líðan og hvaða áhrif umhverfi getur haft á heilsu og hamingju. Við fjöllum líka um Housing First-hugmyndafræðina og hina kærleiksríku Guðmundu Guðrúnu Sigurðardóttur, upphafsmanneskju jólagjafanna frá Samhjálp. Fjölbreytt og spennandi blað má nálgast á skrifstofu Samhjálpar í Skútuvogi 1g.