Skip to main content

Þó að ekki sé hægt að halda Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ár er samt hægt að láta gott af sér leiða með því að reima á sig hlaupaskóna og fara út að hlaupa. Við hvetjum alla til að taka þátt í áheitasöfnuninni sem fer fram á hlaupastyrkur.is.

Íslandsbanki hefur einnig sett af stað gjafaleik inn á Facebook síðu sinni þar sem hægt er að vinna veglega vinninga frá samstarfsaðilum hlaupsins.

Hver sem er getur farið inná hlaupastyrkur.is og heitið á skráða hlaupara í Reykavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Hægt er að greiða áheit með kreditkorti, debetkorti, sms skilaboðum eða með Kass appinu.
Í fyrra söfnuðust yfir 1.000.000 kr. í hlaupinu – tökum höndum saman kæru vinir og gerum enn betur í ár!