Skip to main content

JDE Retail er kaffibirgi í Hollandi og náinn samstarfsaðili Ölgerðarinnar. Í ljósi aðstæðna vegna Covid 19 vildi fyrirtækið leggja sitt af mörkum til að styðja við íslenskt þjóðfélag og gefa Gevalia Instant kaffi til þeirra sem á þurfa að halda. Ölgerðin hefur á síðustu dögum dreift gjöfinni til íslenskra hjálparsamtaka, dvalarheimila, löggæslunnar, almannavarna og björgunarsveita. Samhjálp sótti kaffi til Ölgerðarinnar á dögunum og hefur það svo sannarlega komið að góðum notum. Við erum stolt og þakklát fyrir þann samstöðumátt sem skín í gegn á þessum tímum um allan heim, en þess má geta að Eimskip lagði sitt af mörkum með hagstæðum flutningi.

Á myndinni eru frá vinstri:  Ottó Björgvinsson bílstjóri; Rakel Varðardóttir, fulltrúi Samhjálpar; Haldóra Tryggvadóttir vörumerkjastjóri og Perla Ingólfsdóttir viðskiptastjóri Ölgerðarinnar.