Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stendur nú að átakinu „Hjólað í vinnuna“. Allir geta tekið þátt svo framarlega sem þeir nýta eigin orku til og frá vinnu þ.e. hjóla, ganga, hlaupa, nota línuskauta o.s.frv. Frískir starfsmenn fjölmargra fyrirtækja, hvaðanæva af landinu, keppast nú um að bæta í kílómetrafjölda síns fyrirtækis til að vera því næsta fremri.
Reiknistofa bankanna er þátttakandi í átakinu og til að hvetja sitt starfsfólk enn frekar til dáða ætlar fyrirtækið að veita Samhjálp styrk fyrir hvern kílómeter sem starfsfólkið hjólar í átakinu.
Við hjá Samhjálp erum í skýjunum með hugmyndaflugið sem mun hjálpa okkur að komast yfir þennan erfiða hjalla sem Covid-19 orsakaði. Að sjálfsögðu höldum við með Reiknistofu bankanna í „Hjólað í vinnuna“!
Það má fylgjast með árangri fyrirtækjanna hér