Samhjálp óskar öllum landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári, með kærum þökkum fyrir stuðninginn á nýliðnu ári.
Í aðdraganda jólanna fundum við svo sannarlega fyrir mikilli velvild í okkar garð. Það er vegna stuðnings fjölmargra einstaklinga og fyrirtækja sem hægt var að halda hátíðarnar sem ánægjulegastar fyrir skjólstæðinga okkar. Það er ómetanlegt að finna samhug samfélagsins á þessum árstíma þegar þörfin fyrir birtu í lífið er sem mest. Megi árið 2020 færa birtu og yl í líf okkar allra.