Skip to main content

Fyrirtækið LS Retail ehf. hafði samband við skrifstofu Samhjálpar á dögunum og vildi fá að styrkja bæði Kaffistofuna fyrir jólin og að auki ætlar fyrirtækið að halda áfram að styrkja samtökin mánaðarlega yfir allt næsta ár! Það eru svona styrkir sem gera Samhjálp kleift að hjálpa einstaklingum í neyð, allt árið um kring.

Það er dásamlegt að finna fyrir þeim stuðningi og samhug sem samfélagið sýnir á þessum árstíma þegar bæði er mjög kalt í veðri og erfiður tími í vændum fyrir marga skjólstæðinga Samhjálpar. Við kunnum LS Retail hinar bestu þakkir og óskum starfsmönnum fyrirtækisins gleðilegrar hátíðar.