Skip to main content

Veritas Capital styður við bakið á einu málefni á ári hverju og þessu sinni varð Samhjálp fyrir valinu. Samhjálp mun nýta þennan veglega styrk sem Veritas veitti til að halda jólin sem hátíðlegust fyrir skjólstæðinga Kaffistofunnar sem munu heimsækja hana yfir hátíðarnar. Fjölmargir einstaklingar hafa í engin hús að venda á þessum árstíma og er þá Kaffistofan sá staður sem þeir sækja til að fá örlítinn brag jólanna.

Jólatíminn er mjög erfiður fyrir marga og er það ómetanlegt að finna stuðning frá samfélaginu með þessum hætti til að hjálpa til við að létta þessum einstaklingum tilveruna með því að veita hátíðlegar jólamáltíðir og hlýju.

Við hjá Samhjálp kunnum Veritas Capital hinar bestu þakkir fyrir auðsýndan hlýhug.