Enn og aftur koma meðlimir Oddfellow færandi hendi til Samhjálpar.
Að þessu sinni veitti Hallveg, stúka nr. 3 I.O.O.F Kaffistofunni veglega gjöf fyrir jólin. Hér á myndinni má sjá þá Erlend Kristjánsson (t.v.) og Aron Árnason afhenda þeim Valdimari Þór Svavarssyni, framkvæmdastjóra Samhjálpar, Guðmundi G. Sigurbergssyni, fjármálastjóra Samhjálpar og Jónu Björg Howard, verkefnastjóra Kaffistofunnar, gjöfina fyrir framan Kaffistofuna í Borgartúni 1a.
Samhjálp vill koma á framfæri hjartans þökkum fyrir ómetanlegan hlýhug og velvild Oddfellow-reglunnar í garð Samhjálpar.