Skip to main content

Árlegir jólatónleikar Samhjálpar verða haldnir fimmtudaginn 12. desember nk. kl. 20:00 í Fíladelfíu, Hátúni 2. Fram koma: Samhjálparbandið ásamt Nínu Hallgrímsdóttur, Hljómsveitin Næmi, og söngkonurnar Þóra Gréta Þórisdóttir Berglind Magnúsdóttir og Áslaug Fjóla Magnúsdóttir. Þá verður flutt jólahugvekja. Jólatónleikar Samhjálpar hafa verið vel sóttir og notalegt er að setjast niður á jólaföstunni og njóta góðrar og afslappaðrar jólastundar. Miðaverð er 2.000 kr. og er hægt að fá miða við innganginn. Að loknum tónleikunum verður boðið upp á heitt súkkulaði og smákökur í kaffisal kirkjunnar.