Skip to main content

Stjórn Samhjálpar hefur ráðið Valdimar Þór Svavarsson í starf framkvæmdastjóra samtakanna og hóf hann störf þann 1. nóvember sl.

Valdimar er með MS gráðu í stjórnun og stefnumótun frá viðskiptafræðibraut Háskóla Íslands og BA gráðu í félagsráðgjöf frá sama skóla. Þá hefur hann einnig lokið ICF vottuðu markþjálfunarnámi auk menntunar í áfalla- og uppeldisfræðum.

Fráfarandi framkvæmdastjóri Samhjálpar er Vörður Leví Traustason sem lætur af störfum vegna aldurs. Vörður Leví gegndi starfinu frá árinu 2014.