Skip to main content

Í dag var enn einum áfanganum náð í enduruppbyggingunni í Hlaðgerðarkoti. Þá komu starfsmenn frá Malbikunarstöðinni Hlaðbær Colas og malbikuðu bílastæðið.
Um jarðvegsskipti, undirbúning og regnvatnslagnir sáu Stapar verktakar og BM Vallá gaf hleðslusteina.
Í planið fóru ríflega 100 tonn af malbiki og gáfu bílstjórar hjá Vörubílastöð Hafnarfjarðar allan akstur, kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.
Ekki má heldur gleyma dyggum stuðningi Oddfellow reglunnar sem gerði okkur kleift að ráðast í verkið og þá ekki síst stúkunni Þormóður Goði nr. 9 sem gaf veglega til framkvæmdanna.
Við erum í sjöunda himni með nýtt bílastæði og þökkum öllum þeim sem hafa lagt okkur lið og óskum þeim guðs blessunar.