Skip to main content

Oddfellowar í Reykjavík gáfu Hlaðgerðarkoti veglega sófa og stóla til að hafa í setustofu Hlaðgerðarkots, sjá mynd. Húsgögnin voru áður í setustofum Oddfellowhússins og þrátt fyrir að þau séu notuð sér ekki á þeim enda vönduð. Þau eiga eftir að sjá til þess að vel muni fara um skjólstæðinga okkar í Hlaðgerðarkoti næstu árin. Eldri húsgögn í setustofunni komu frá sölu varnaliðseigna á Keflavíkurvelli og höfðu þjónað tilgangi sínum í mörg ár. Kunnum við bræðrum og systrum í Oddfellowreglunni innilegar þakkir fyrir þeirra óendanlegu góðvild í garð Samhjálpar og Hlaðgerðarkots.