Skip to main content

Barþjónaklúbburinn hélt söfnunarkvöld í aðdraganda jólanna og rann ágóðinn til Samhjálpar.

Þeir Tómas Kristjánsson, formaður Barþjónaklúbbsins, og Grétar Matthíasson, í stjórn klúbbsins, komu á milli jóla og nýárs í heimsókn á skrifstofu samtakanna og afhentu söfnunarféið, alls á þriðja hundruð þúsund krónur.  Grétar kemur frá Skelfiskmarkaðnum en Skelfismarkaðurinn vann púns keppnina með flesta selda drykki.

Samhjálp er innilega þakklát fyrir þessa góðu gjöf og óskar Barþjónaklúbbnum velfarnaðar á nýju ári.