Við erum ákaflega þakklát fyrir þessa fallegu og góðu gjöf, sem kemur sér vel á Kaffistofunni um jólin. Það er dásamlegt að geta boðið upp á heimabakaðar smákökur, eitthvað sem margir skjólstæðingar Kaffistofunnar hafa ekki bragðað í mörg ár. Við sendum nemendum Sjálandsskóla innilegar þakkir með jólakveðju frá Samhjálp.