Skip to main content

For­seta­hjón­in El­iza Read og Guðni Th. Jó­hann­es­son voru heiðurs­gest­ir og hélt hann hjart­næma ræðu og benti á að fólk vissi aldrei hvað gerðist næst í lífi þeirra. Þess vegna væri gott að hafa hjálp­ar­sam­tök eins og Sam­hjálp ef hann myndi sjálf­ur lenda í vanda.

Í ár sögðu tveir ein­stak­ling­ar hvernig þau náðu að verða edrú með aðstoðar Sam­hjálp­ar. Sög­ur þeirra snertu við fólki enda er það krafta­verki lík­ast þegar fólk er nær dauða en lífi vegna neyslu en nær að koma sér á edrúbraut­ina.

Kótilettukvöld Samhjálpar tókst vel í alla staði. Kærar þakkir til allra þeirra sem komu fram og skemmtu með tónlist, reynslusögum, ræðuhöldum og frábærri veislustjórnun og ekki síst þakkir til hótelstjóra og starfsfólks Hótel Sögu sem unnu þrekvirki. Einnig þökkum við frábærum kokkum hótelsins sem steiktu kótiletturnar. Starfsfólk og skjólstæðingar Samhjálpar sem undirbjuggu og þjónuðu á kvöldinu voru frábær. Kærar þakkir til ykkar allra.