Skip to main content

Á fundi velferðarráðs Reykjavíkurborgar þann 1. febrúar sl. voru teknar til umfjöllunar umsóknir um styrki til velferðarmála fyrir árið 2018. Velferðarráð samþykkti að gera þjónustusamnig við Samhjálp til þriggja ára vegna Kaffistofunnar. Þær Natalie T. Narváez og Rósa Gunnlaugsdóttir mættu fyrir hönd Samhjálpar í móttöku í Ráðhús Reykjavíkur þann 26. febrúar til að taka formlega á móti viðurkenningunni, sem Elín Oddný Sigurðardóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, og Ilmur Kristjánsdóttir, formaður styrkjanefndar afhentu.