Skip to main content

Á þorláksmessu hélt Hvítasunnukirkjan Fíladelfía í Reykjavík skötuveislu til styrktar nýju byggingunni í Hlaðgerðarkoti. Forstöðumennirnir/prestarnir þeir Helgi Guðnason og Aron Hinriksson afhentu framkvæmdastjóra Samhjálpar, Verði Leví Traustasyni, ágóðann. Ágóðinn sem var um kr. 450.000. Um 170 manns mættu í skötuveisluna sem tókst frábærlega vel. Við færum stjórn kirkjunnar bestu þakkir fyrir styrkinn og þetta frábæra framtak og óskum þeim Guðs blessunar. Flestir veislugestanna báðu um að þetta yrði endurtekið að ári.