Skip to main content

Bæjarráð Kópavogs samþykkti á fundi sínum í dag, 5. október, að ganga til samninga við Samhjálp um rekstur áfangaheimils að Nýbýlavegi 30, að undangengnu útboði.

Samhjálp með lægra tilboð

Þriðjudaginn 26. september voru opnuð tilboð í rekstur áfangaheimilis að Nýbýlavegi 30 í Kópavogi. Tvö tilboð bárust og var tilboð Samhjálpar lægra.

Tíu einstaklingar munu gista í nýja áfangaheimilinu og verður það kynjaskipt. Bráðlega mun verða auglýst eftir starfsfólki. Nú bíðum við eftir að boðað verði til fundar við bæjarráð Kópavogs til að undirrita samningana.