Skip to main content

í júní var settur upp glæsilegur hænsnakofi sem Tryggvi Magnússon umsjónarmaður áfangahúsa Samhjálpar smíðaði sl. vetur og flutti á kerru frá Keflavík þar sem hann hefur aðstöðu til smíðanna.

GAGGALA GÚ

Mikil gleði og ánægja með hænurnar

Þeir Vörður Leví framkvæmdastjóri Samhjálpar og Tryggvi smíðuðu svo hænsnagirðingu við skúrinn. Nýju hænurnar eru Papahænuungar frá Ragga Sjonna, (Ragnar Sigurjónsson úr Flóanum, en ég undirritaður og Raggi vorum skólabræður í barnaskólanum í Vestmannaeyjum. Þá fáum við einnig landnámshænuunga frá Gísla Vigfússyni. Það er mikil tilhlökkun að fá hænur í Hlaðgerðarkot og að sjálfsögðu ný og fersk egg.