Samhjálp þakkar góða gjöf
Þvottavél og þurrkari frá Húsasmiðjunni
Forstjóri Húsasmiðjunnar, Árni Stefánsson, færir framkvæmdastjóra Samhjálpar, Verði Leví Traustasyni, öfluga og góða þvottavél og þurrkara fyrir meðferðarheimilið Hlaðgerðarkot, en rétt fyrir jólin bilaði gamla þvottavélin og þurrkarinn. Þetta var því kærkomin jólagjöf í Hlaðgerðarkot. Á myndinni er Egill Björnsson starfsmaður í búsáhaldadeild Húsasmiðjunnar. Samhjálp færir forstjóra Húsasmiðjunnar og starfsfólki bestu þakkir og óskar þeim öllum Guðs blessunar og gleðilegrar jólahátíðar.