Þriðjudaginn 16. febrúar sl. heimsóttu formaður og varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, þau Vigdís Hauksdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarsson, Hlaðgerarkot.
FJÁRLAGANEFND Í HLAÐGERÐARKOTI
Vigdís Hauksdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarsson alþingismenn
Þau komu þangað bæði í fyrsta sinn og kynntu sér starf og rekstur meðferðarheimilisins. Það var afar gott og gagnlegt að fá þau í heimsókn og lýstu þau bæði ánægju sinni með starfið og þeim góða árangri sem þar næst í meðferð áfengis- og vímuefnaneytenda. Þau kváðust bæði vilja leggja sitt af mörkum til að efla þetta góða starf.