Betra samfélag

Hjálpið okkur að hjálpa öðrum

Starfsemi

Kaffistofa

Kaffistofa Samhjálpar er í Borgartúni 1a (gengið inn frá Guðrúnartúni), og er opin alla daga frá kl. 10-14. Símanúmer: 854-8307

Nytjamarkaður

Nytjamarkaður Samhjálpar er í Hólagarði, Lóuhólum 2-4, 111 Reykjavík. Opið alla virka daga kl. 11-17. Símanúmer er 842-2030

Meðferðarheimilið Hlaðgerðarkoti

Hlaðgerðarkot er meðferðarstofnun með langtímameðferð vegna áfengis- og fíknivanda

Áfangaheimili

Samhjálp starfrækir þrjú áfanga- og stuðningsheimili. Áfangaheimilið Brú að Höfðabakka Reykjavík, áfanga- og stuðningsheimilið að Miklubraut Reykjavík og áfanga- og stuðningsheimilið Dalbrekku Kópavogi.

Fjáröflun

Samhjálp reiðir sig á stuðning og velvilja einstaklinga, stofnana og fyrirtækja.

Í Skútuvogi 1g, er rekið símaver. Tilgangur þess er að afla fjár til reksturs samtakanna.

Allan ársins hring sinnir símaverið hinum ýmsu fjáröflunarverkefnum og fer hluti af vinnslu Samhjálparblaðsins einnig þar fram. Blaðið kemur út þrisvar á ári.

Styrktu gott málefni og fáðu skattaafslátt í leiðinni

Frá og með 1. nóvember 2021 áttu rétt á skattaafslætti þegar þú styrkir Samhjálp. Þetta á við um einstaka styrki eða gjafir og mánaðarlega styrki.  Samhjálp kemur upplýsingum um styrki til Skattsins, sem kemur skattaafslættinum til skila til þín.

Helst í fréttum

Fréttir
25. maí, 2023

Vildi deila með sér

Samtökin Samhjálp voru stofnuð á fimmtugsafmæli Einars J. Gíslasonar 31. janúar 1973 og afmælisgjafir hans gerðu stofnendum kleift að hefja uppbyggingu öflugs hjálparstarfs. Í ár urðu samtökin fimmtíu ára rétt…
Fréttir
24. maí, 2023

Áfangaheimilinu Brú lokað

Áfangaheimilinu Brú verður lokað í lok ágúst í ár. Um nokkurra ára skeið hefur Samhjálp rekið áfangaheimilið Brú í húsnæði Félagsbústaða í Reykjavík. Á Brú hafa búið einstaklingar sem lokið…
Fréttir
22. maí, 2023

Góðar gjafir frá Soroptimista-klúbbi Árbæjar

Reglulega koma góðir gestir færandi hendi á skrifstofu Samhjálpar. Einn slíkur hópur leit við í morgun og gladdi okkur ósegjanlega. Tveir félagar úr Soroptimista-klúbbi Árbæjar, Guðrún Helga Bjarnadóttir og Sigrún…

Viltu láta gott af þér leiða?