Betra samfélag

Hjálpaðu okkur að gera samfélagið okkar enn betra

Starfsemi

Kaffistofa

Kaffistofa Samhjálpar er í Borgartúni 1a (gengið inn frá Guðrúnartúni), og er opin alla daga frá kl. 10-14. Símanúmer: 854-8307

Nytjamarkaður

Nytjamarkaður Samhjálpar er í Ármúla 11, 108 Reykjavík. Opið alla virka daga kl. 11-17. Símanúmer er 842-2030

Meðferðarheimilið Hlaðgerðarkot

Hlaðgerðarkot er meðferðarstofnun með langtímameðferð vegna áfengis- og fíknivanda

Áfangaheimili

Samhjálp starfrækir þrjú áfanga- og stuðningsheimili. Áfangaheimilið Brú að Höfðabakka Reykjavík, áfanga- og stuðningsheimilið að Miklubraut Reykjavík og áfanga- og stuðningsheimilið Dalbrekku Kópavogi.

Fjáröflun

Samhjálp reiðir sig á stuðning og velvilja einstaklinga, stofnana og fyrirtækja.

Í Skútuvogi 1g, er rekið símaver. Tilgangur þess er að afla fjár til reksturs samtakanna.

Allan ársins hring sinnir símaverið hinum ýmsu fjáröflunarverkefnum og fer hluti af vinnslu Samhjálparblaðsins einnig þar fram. Blaðið kemur út þrisvar á ári.

Styrktu gott málefni og fáðu skattaafslátt í leiðinni

Frá og með 1. nóvember 2021 áttu rétt á skattaafslætti þegar þú styrkir Samhjálp. Þetta á við um einstaka styrki eða gjafir og mánaðarlega styrki.  Samhjálp kemur upplýsingum um styrki til Skattsins, sem kemur skattaafslættinum til skila til þín.

Helst í fréttum

Fréttir
12. september, 2022

Kótilettukvöld Samhjálpar haldið 18. október

Nú geta aðdáendur Kótilettukvölds Samhjálpar tekið gleði sína á ný þar sem undirbúningur fyrir þetta rómaða kvöld stendur yfir. Endilega takið frá þriðjudagskvöldið 18. október og tryggið ykkur miða sem…
Fréttir
7. apríl, 2022

Aðalfundur Samhjálpar 2022

25. apríl 2022 fer fram aðalfundur Samhjálpar klukkan 17:00 í húsnæði Fíladelfíu Hátúni 2, Reykjavík. Venjuleg aðalfundarstörf  
Fréttir
28. október, 2021

STARFSMENN ÍSLANDSBANKA STYÐJA VIÐ STARF SAMHJÁLPAR

HJÁLP­AR­HÖND ÍSLANDS­BANKA STYÐUR VIÐ BAKIÐ Á STARFSEMI SAMHJÁLPAR MEÐ VINNUFRAMLAGI Starfsmenn Íslandsbanka Máluðu áfangahúsið Spor sem er rekið af Samhjálp Flottir starfsmenn komu og máluðu áfangahúsið Spor þar sem 18 manns…

Viltu láta gott af þér leiða?