Betra samfélag

Hjálpið okkur að hjálpa öðrum

Starfsemi

Kaffistofa

Kaffistofa Samhjálpar er í Borgartúni 1a (gengið inn frá Guðrúnartúni), og er opin alla daga frá kl. 10-14. Símanúmer: 854-8307

Nytjamarkaður

Nytjamarkaður Samhjálpar er í Hólagarði, Lóuhólum 2-4, 111 Reykjavík. Opið alla virka daga kl. 11-17. Símanúmer er 842-2030

Meðferðarheimilið Hlaðgerðarkoti

Hlaðgerðarkot er meðferðarstofnun með langtímameðferð vegna áfengis- og fíknivanda

Áfangaheimili

Samhjálp starfrækir þrjú áfanga- og stuðningsheimili. Áfangaheimilið Brú að Höfðabakka Reykjavík, áfanga- og stuðningsheimilið að Miklubraut Reykjavík og áfanga- og stuðningsheimilið Dalbrekku Kópavogi.

Fjáröflun

Samhjálp reiðir sig á stuðning og velvilja einstaklinga, stofnana og fyrirtækja.

Í Skútuvogi 1g, er rekið símaver. Tilgangur þess er að afla fjár til reksturs samtakanna.

Allan ársins hring sinnir símaverið hinum ýmsu fjáröflunarverkefnum og fer hluti af vinnslu Samhjálparblaðsins einnig þar fram. Blaðið kemur út þrisvar á ári.

Styrktu gott málefni og fáðu skattaafslátt í leiðinni

Frá og með 1. nóvember 2021 áttu rétt á skattaafslætti þegar þú styrkir Samhjálp. Þetta á við um einstaka styrki eða gjafir og mánaðarlega styrki.  Samhjálp kemur upplýsingum um styrki til Skattsins, sem kemur skattaafslættinum til skila til þín.

Helst í fréttum

Fréttir
29. mars, 2023

Nýtt Samhjálparblað er komið út

Nýtt Samhjálparblað kom út í gær. Að þessu sinni eru á forsíðu þau Natalie T. Narvaéz Antonsdóttir og Þórir Kjartansson en þau hafa bæði fundið sterka trú og hvort annað.…
Fréttir
29. mars, 2023

„Ég er að læra af yngri bræðrum mínum“

Það leynist margur fjársjóðurinn á fataslánum á Nytjamarkaðnum. Nytjamarkaður Samhjálpar flutti nýlega úr Ármúlanum og upp í Hólagarð í Lóuhólum í Breiðholti. Í nýjasta Samhjálparblaðinu er að finna myndir og…
Fréttir
27. mars, 2023

Hvernig sjáum við meðbræður okkar?

Í lok átaksins, Ekki líta undan, fóru þær Magdalena Sigurðardóttir og Steingerður Steinarsdóttir í viðtal í Síðdegisútvarpið á RÁS 2. Þar bar margt á góma um mannlega reisn og hvernig…

Viltu láta gott af þér leiða?