Nýr læknir ráðinn í Hlaðgerðarkot

Í janúar sl. var Dagbjört Reginsdóttir ráðin sem nýr læknir til starfa í Hlaðgerðarkot. Ingvar Ingvarsson læknir á heilsugæslunni í Mosfellsbæ og starfað hefur Hlaðgerðarkoti lét af störfum 1. des. 2015 eftir 20 ára starf. Um leið og við bjóðum Dagbjörtu hjartanlega velkoma, þökkum við Ingvari fyrir vel unnin störf og þrautsegju í þau 20 ár sem hann hefur þjónað Hlaðgerðarkoti.