Byggingaframkvæmdir í Hlaðgerðarkoti

Sökklar komnir á sinn stað og framkvæmdum miðar vel áfram

Byggingaframkvæmdir í Hlaðgerðarkoti

Bílaplanið stækkað til muna

Um leið og grafið var fyrir nýju húsi í Hlaðgerðarkoti, var bílaplanið stækkað til muna. Aðkoman og bílaplanið í Hlaðgerðarkoti var mjög þröngt og erfitt að fara um það. Nauðsynlegt var að grafa út hólinn sem var sunnan við gamla húsið og stækka hlaðið og bílastæðin. Sprengja þurfti klöpp sem þar var og nú verður farið að leggja drenlagnir og niðurföll í bílastæðið, því í miklum rigningum safnast mikið vatn framan við gamla húsið og oft myndaðist stöðuvatn á planinu. Byggingaframkvæmdirnar munu gjörbreyta allri aðstöðu í Hlaðgerðarkoti. Í nýju byggingunni verður matsalur og eldhús. Í núverandi eldhúsálmu verða innréttuð herbergi fyrir vistmenn og þá mun elsta húsið verða tæmt en þar eru núverandi svefnaðstaða fyrir karlmennina. Í öðrum byggingaáfanga verður elsta húsið rifið og nýtt hús byggt á þeim grunni.