Heilbrigðisráðherra

Kristján Þór Júlíusson heimsækir Hlaðgerðarkot

Góð heimsókn ráðherranna

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisrráðherra og Vilborg Ingólfsdóttir skrifstofustjóri heilbrigðisráðuneytisins heimsóttu Hlaðgerðarkot

Síðustu vikurnar höfum við fengið góða gesti til okkar í Hlaðgerðarkot. Þann 16. febrúar komu Vigdís Hauksdóttir formaður fjárlaganefndar og Guðlaugur Þór Þórðarson varaformaður. Eygló Harðardóttir Félags- og húsnæðismálaráðherra heimsótti okkur 23. febrúar og þann 3. mars kom Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráherra til okkar. Það er okkur mikil ánægja að taka á móti góðum gestum og fá tækifæri til að kynna fyrir þeim starfið í Hlaðgerðarkoti. Gestirnir lýstu yfir ánægju sinni með starf Samhjálpar og þeim góða árangri sem hefur náðst í meðferð áfengis- og vímuefnaneytenda. Gestirnir hvöttu Samhjálp til dáða og vilja öll leggja sitt á vogarskálarnar til að efla þetta góða starf.