Góð jólagjöf

Bílaleigan Avis styrkir Samhjálp

Góð jólagjöf

Samhjálp þakkar góða gjöf

Sú hefð er farin að ryðja sér til rúms hjá mörgum fyrirtækjum að láta andvirði jólakorta og póstburðargjalda renna til góðra málefna. Það gerði Bílaleigan Avis fyrir þessi jól og lét andvirðið renna til tveggja ólíkra hjálparsamtaka, Samhjálpar og Landsbjargar. Eigandi og forstjóri fyrirtækisins, Vilhjálmur Sigurðsson afhenti framkvæmdastjóra Samhjálpar, Verði Leví Traustasyni 500 þúsund kr. gjöf til félagasamtakanna. Samhjálp færir forráðamönnum og starfsfólki bílaleigunnar kærar þakkir og óskar þeim Guðs blessunar.