top of page


Aukið fjármagn til meðferðarstarfs
Það er okkur hjá Samhjálp mikið fagnaðarefni að tilkynna að undirritaðir hafa verið uppfærðir þjónustusamningar heilbrigðisráðuneytisins við Krýsuvík og Hlaðgerðakot fyrir árið 2026. Á báðum stöðum er veitt þjónusta fyrir einstaklinga sem þurfa langtímameðferð vegna vímuefnavanda. Í fjárlögum 2026 er veitt auknu fjármagni til meðferðar vegna fíknivanda í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Það gerir m.a. kleift að efla meðferðina í Krýsuvík og Hlaðgerðarkoti. Sa
2 days ago


Frábær bókajól hjá Samhjálp
Bækurnar sem voru í jólapökkunum Árlega hefur Samhjálp verið meðal öflugustu gefenda jólagjafa á landinu en allir er sitja í fangelsi um jól fá glaðning frá Samhjálp, vistmenn í Hlaðgerðarkoti, íbúar á áfangaheimilum okkar og allir þeir sem koma við á Kaffistofunni fá eitthvað með sér. Nú þegar allir hafa opnað sína pakka er okkur ánægja að kynna að jólin í ár voru sannkölluð bókajól hér hjá Samhjálp. Tvær bókaútgáfur, Sögur og Benedikt sameinuðust um að gleðja með okkur alla
Dec 31, 2025


Samhjálp fagnar auknu fjármagni í meðferðarstarf
Á vef stjórnarráðsins er að finna fréttatilkeynningu þess efnis að Sjúkratryggingar Íslands og Rauði krossinn á Íslandi hafi gert með sér samkomulag um framlengdan og breyttan samning um skaðaminnkandi þjónustu Frú Ragnheiðar fyrir einstaklinga með vímuefnavanda. Fjármagn til starfseminnar hækkar úr tæpum 23 milljónum króna í 50 milljónir króna á ársgrundvelli. Við hjá Samhjálp fögnum því að stóraukið fjármagn rennur nú til starfsemi er snýst um hjálp til þeirra er glíma við
Dec 22, 2025


Góðar fréttir úr Stjórnarráðinu
Sjúkratryggingar og SÁÁ hafa undirritað nýjan heildarsamning um meðferð við fíknsjúkdómi. Samningurinn markar tímamót í íslenskri heilbrigðisþjónustu og felur í sér mikilvæga viðurkenningu á fíknsjúkdómi sem alvarlegum og langvinnum heilbrigðisvanda sem krefst samfelldrar og faglegrar meðferðar. Samningurinn byggir á fjórum eldri samningum sem eru sameinaðir í einn. Nýr samningur markar mikilvægt skref í átt að auknum sveigjanleika, markvissari forgangsröðun, auknum afköstum
Dec 19, 2025


Sannir riddarar kærleikans
Fulltrúar Oddfellow-stúkunnar Hallveigar, Gunnlaugur Auðunn Ragnarsson og Baldur Trausti Hreinsson komu færandi hendi á skrifstofu Samhjálpar. Desember er skemmtilegur tími á skrifstofu Samhjálpar. Hingað kemur fjöldinn allur af riddurum kærleikans boðnir og búnir til að hjálpa okkur að hjálpa öðrum. Í þeirra hópi eru meðlimir Oddfellow-stúkunnar Hallveigar en þeir ákváðu að styrkja Samhjálp um 500.000 kr. nú í desember og leggja þannig lið þeim mannúðar- og líknarmálum sem S
Dec 15, 2025


Jólagleði á skrifstofu Samhjálpar
Á skrifstofu Samhjálpar ríkir hrein jólagleði þessa dagana. Við höldum áfram að pakka hundruðum jólagjafa og njótum hjálpar ótal sjálfboðaliða sem vilja leggja okkur lið. Nýlega kom hópur frá stoðtækjafyrirtækinu Össuri og vann af slíku öryggi og natni við að bæta í gjafahrúguna. Við hjá Samhjálp þökkum þessu frábæra fólki fyrir velvildina og dugnaðinn.
Dec 15, 2025


ASÍ styrkir Samhjálp
Þær ánægjulegu fréttir bárust nýlega til skrifstofu Samhjálpar að ASÍ hafi ákveðið að styrkja mikilvægt starf Samhjálpar í aðdraganda jólanna um 800.000 kr. Í dag tók svo Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Samhjálpar við styrknum úr hendi Finnbjörns A. Hermannssonar forseta ASÍ. Við hjá Samhjálp þökkum Alþýðusambandinu stuðninginn. Hann mun koma að góðum notum.
Dec 12, 2025


Hæ, hó og jólagjafirnar
Á hverju ári gefur Samhjálp um það bil 350 jólagjafir til þeirra er sitja í fangelsum landsins og skjólstæðinga samtakanna. Hér á skrifstofunni er ævinlega líf og fjör þegar sjálfboðaliðar frá fyrirtækjum og stofnunum koma til að hjálpa okkur að pakka. Við gætum hins vegar ekki haldið við þessum dásamlega sið ef ekki væri fyrir styrktaraðila okkar. Nói Síríus er meðal þeirra í ár og svo er í hverjum pakka rausnarleg gjöf sem ekki má segja frá því eitthvað verður að koma þeim
Dec 10, 2025


Vinningshafi í kaffibollaleiknum
Elín Theodóra tekur við vinningnum úr hendi Guðrúnar Ágústu framkvæmdastjóra Samhjálpar. Í tilefni kaffibollasöfnunar okkar var skellt í laufléttan kaffibollaleik fyrir þá sem vildu styrkja okkur. Fólk tók háþróað persónuleikapróf til að komast að því hvort það væri flippaður karamellufrappó eða áreiðanlegur uppáhelltur. Einn úr hópi þeirra sem kaus að auka sjálfsþekkingu sína með þessu móti var svo dreginn út og fékk að gjöf veglega gjafakörfu frá Kaffitár. Sú heppna í ár va
Dec 8, 2025


Listin að leiða - hógværð og stöðugleiki hins sanna leiðtoga
Craig Groeschel Nýlega var haldin ráðstefna hér á landi um þjónandi forystu og þann ávinning sem hafa má af að tileinka sér þá hugmyndafræði sem hún byggir á. Flestir Íslendingar muna að Georg Bjarnfreðarson var sjálfskipaður stjórnandi bensínstöðvarinnar í Næturvaktarþáttunum og stjórnunarhættir hans, stjórnunartilburðir, voru vægast sagt heimskulegir. Engu að síður voru könnuðust margir þar við ýmislegt úr eigin reynslu af stjórnendum á ýmsum stöðum. Undanfarin hefur ný teg
Dec 8, 2025


Kærleiksríka konan á Njálsgötu
Í desember minnist starfsfólk Samhjálpar jafnan Guðmundu Sigurðardóttur. Hún var ákaflega kærleiksrík kona, gaf heimilislausum að borða og heimsótti fanga í fangelsin. Hún átti frumkvæði að því að gefa föngum jólagjafir. Siður sem Samhjálp hefur haldið við og framundan eru miklar annir við að pakka þeim. Í ár fáum við hjálp frá skjólstæðingum okkar í Hlaðgerðarkoti en í sumar færðu dætur Guðmundu fallega perlumynd af síðustu kvöldmáltíðinni til minningar um móður sína. Guðmun
Nov 30, 2025


Kauptu bók, gefðu bók
Bóksala stúdenta stendur fyrir einstöku og fallegu átaki í desember. Starfsfólk bóksölunnar vill hvetja til gjafmildi í jólamánuðnum og hefur því ákveðið að fara af stað með átakið „Keyptu bók, Gefðu bók“ en í því felst að fólki gefst kostur á að kaupa aukabók með 10% afslætti til viðbótar þeim bókum sem þau kaupir í versluninnni fyrir jólin. Starfsfólk bóksölunnar pakkar þeirri bók síðan inn merkja fyrir hvaða aldur bókin er og hún er síðan sett undir tréð í versluninni. Í á
Nov 27, 2025
bottom of page
