Vegna samkomubannsins er sá háttur á á Kaffistofu Samhjálpar að búið er að fækka borðum og stólum til að hafa tvo metra á milli sessunauta. Allir eru skyldaðir til að þvo sér um hendur og spritta við innkomu í húsnæðið og allir yfirborðsfletir eru sótthreinsaðir mjög reglulega. Gestum er einnig boðið upp á einnota hanska og starfsfólk skammtar á diska til að lágmarka snertingu við áhöld.
Eins og er er opnunartími Kaffistofunnar óbreyttur, kl. 10-14. Ef fólk treystir sér ekki til að sitja inni og borða er velkomið að koma með eigið ílát og starfsfólk aðstoðar eftir bestu getu til að tryggja að enginn fari svangur frá Kaffistofunni. Ef einhverjar spurningar vakna má hafa samband við þá sem standa vaktina á Kaffistofunni í síma 561-1007 eða á skrifstofu Samhjálpar í síma 561-1000.
Ef einhverjar breytingar verða á næstunni mun verða sett inn tilkynning þess efnis.