Vegna COVID-19:
Hlaðgerðarkot er á afskekktum stað og skjólstæðingar okkar þar margir hverjir í áhættuhóp. Af þeim völdum hefur sú ákvörðun verið tekin að takmarka alla utanaðkomandi umferð, þ.m.t. fyrirlestra og AA fundi, um óákveðinn tíma.
Í morgun fór síðasta ferðin með sendingar til skjólstæðinga í Hlaðgerðarkot og verða ekki farnar fleiri ferðir fyrr en tilkynning hefur verið gefin út.
Aðgerðaáætlanir okkar taka mið af ætlunum og fyrirmælum yfirvalda og því má gera ráð fyrir þessar takmarkanir munu gilda næstu fjórar vikurnar.