top of page


ASÍ styrkir Samhjálp
Þær ánægjulegu fréttir bárust nýlega til skrifstofu Samhjálpar að ASÍ hafi ákveðið að styrkja mikilvægt starf Samhjálpar í aðdraganda jólanna um 800.000 kr. Í dag tók svo Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Samhjálpar við styrknum úr hendi Finnbjörns A. Hermannssonar forseta ASÍ. Við hjá Samhjálp þökkum Alþýðusambandinu stuðninginn. Hann mun koma að góðum notum.
12 hours ago


Hæ, hó og jólagjafirnar
Á hverju ári gefur Samhjálp um það bil 350 jólagjafir til þeirra er sitja í fangelsum landsins og skjólstæðinga samtakanna. Hér á skrifstofunni er ævinlega líf og fjör þegar sjálfboðaliðar frá fyrirtækjum og stofnunum koma til að hjálpa okkur að pakka. Við gætum hins vegar ekki haldið við þessum dásamlega sið ef ekki væri fyrir styrktaraðila okkar. Nói Síríus er meðal þeirra í ár og svo er í hverjum pakka rausnarleg gjöf sem ekki má segja frá því eitthvað verður að koma þeim
3 days ago


Vinningshafi í kaffibollaleiknum
Elín Theodóra tekur við vinningnum úr hendi Guðrúnar Ágústu framkvæmdastjóra Samhjálpar. Í tilefni kaffibollasöfnunar okkar var skellt í laufléttan kaffibollaleik fyrir þá sem vildu styrkja okkur. Fólk tók háþróað persónuleikapróf til að komast að því hvort það væri flippaður karamellufrappó eða áreiðanlegur uppáhelltur. Einn úr hópi þeirra sem kaus að auka sjálfsþekkingu sína með þessu móti var svo dreginn út og fékk að gjöf veglega gjafakörfu frá Kaffitár. Sú heppna í ár va
5 days ago


Listin að leiða - hógværð og stöðugleiki hins sanna leiðtoga
Craig Groeschel Nýlega var haldin ráðstefna hér á landi um þjónandi forystu og þann ávinning sem hafa má af að tileinka sér þá hugmyndafræði sem hún byggir á. Flestir Íslendingar muna að Georg Bjarnfreðarson var sjálfskipaður stjórnandi bensínstöðvarinnar í Næturvaktarþáttunum og stjórnunarhættir hans, stjórnunartilburðir, voru vægast sagt heimskulegir. Engu að síður voru könnuðust margir þar við ýmislegt úr eigin reynslu af stjórnendum á ýmsum stöðum. Undanfarin hefur ný teg
5 days ago


Kærleiksríka konan á Njálsgötu
Í desember minnist starfsfólk Samhjálpar jafnan Guðmundu Sigurðardóttur. Hún var ákaflega kærleiksrík kona, gaf heimilislausum að borða og heimsótti fanga í fangelsin. Hún átti frumkvæði að því að gefa föngum jólagjafir. Siður sem Samhjálp hefur haldið við og framundan eru miklar annir við að pakka þeim. Í ár fáum við hjálp frá skjólstæðingum okkar í Hlaðgerðarkoti en í sumar færðu dætur Guðmundu fallega perlumynd af síðustu kvöldmáltíðinni til minningar um móður sína. Guðmun
Nov 30


Kauptu bók, gefðu bók
Bóksala stúdenta stendur fyrir einstöku og fallegu átaki í desember. Starfsfólk bóksölunnar vill hvetja til gjafmildi í jólamánuðnum og hefur því ákveðið að fara af stað með átakið „Keyptu bók, Gefðu bók“ en í því felst að fólki gefst kostur á að kaupa aukabók með 10% afslætti til viðbótar þeim bókum sem þau kaupir í versluninnni fyrir jólin. Starfsfólk bóksölunnar pakkar þeirri bók síðan inn merkja fyrir hvaða aldur bókin er og hún er síðan sett undir tréð í versluninni. Í á
Nov 27


Jólastemning á aðventukvöldi Aglow
Næstkomandi mánudag 1. desember halda Aglow samtökin á Íslandi aðventukvöld í félagsheimilinu í Garðabæ. Séra Guðmundur Karl Brynjarsson flytur hugvekju og samkomugestir syngja eingöngu jólalög. Og auðvitað verður tertuhlaðborðið á sínum stað. Þetta er árlegur viðburður og á hverju ári fer fram söfnun til styrktar góðu málefni og að þessu sinni var samþykkt að safna fyrir Hlaðgerðarkot. Samkoman hefst klukkan 20 en fyrir þá sem ekki þekkja er rétt að segja frá að Aglow Int
Nov 27


Nám í áfengis og vímefnaráðgjöf í HA
Á vef stjórnarráðssins kemur fram að heilbrigðisráðuneytið hefur gert samning við Háskólann á Akureyri um tíu milljóna króna styrk vegna undirbúnings námsbrautar í áfengis- og vímuefnaráðgjöf við skólann. Námið verður þriggja ára nám til BS-prófs (180 ECTS eininga nám á grunnstigi) og er stefnt að því að kennsla hefjist haustið 2026. Háskólinn á Akureyri hóf undirbúning vegna þessa nýja náms síðastliðið vor í nánu samstarfi við SÁÁ. Gert er ráð fyrir að námið heyri undir hjúk
Nov 10


Með kveðju og þökk til Bjarna Geirs Alfreðssonar
Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður lést þann 27. október síðastliðinn. Hann var einn þeirra er unnu ómetanlegt starf á Kaffistofunni og starfsfólk Samhjálpar minnist hans með mikilli hlýju. Bjarni var 74 ára fæddur í Reykjavík þann 30. maí árið 1951. Hann lauk prófi sem matreiðslumeistari frá veitingastaðnum Óðali við Austurvöll árið 1972 og vann við fagið upp frá því. Bjarni var frumkvöðull á sínu sviði og ákaflega hugmyndaríkur í öllum rekstri enda fékk hann viðurnefni
Nov 4


Lávarðarnir og lafðirnar vinna fyrir Samhjálp
Kokkalandsliðið hefur í mörg ár séð um að elda matinn fyrir Kótilettukvöld Samhjálpar og í ár var það lávarðadeildin sem mætti og sá til þess að kótiletturnar og meðlætið væru óaðfinnanleg. Lávarðarnir og lafðirnar eru þeir kokkar landsliðsins sem eru komnir á virðulegan aldur og sumir hættir að vinna. Þess má einnig geta að kótiletturnar voru foreldaðar á Hrafnistu og yngsti matreiðslumaðurinn í eldhúsinu þar var áttræður. Það er því ekkert undarlegt að margir hafi haft á or
Oct 23


Stórkostlegt kvöld liðið en minningarnar lifa
Árlegt Kótilettukvöld Samhjálpar var haldið miðvikudaginn 15. október og óhætt að segja að gleðin hafi verið ríkjandi meðal þátttakenda. Hver einasti miði seldist og fullt út úr dyrum af frábæru fólki sem kom til að gleðjast með starfsfólki Samhjálpar og hjálpa okkur að hjálpa öðrum.
Oct 20


Þökkum fyrir stórkostlegt kvöld
Troðfullt var út úr dyrum á Kótilettukvöldi Samhjálpar í gær. Stemmningin í salnum var ótrúleg og gleðin skein af hverjum manni. Við, starfsfólk Samhjálpar, erum innilega þakklát öllum þeim sem lögðu hönd á plóg, Kokkalandsliðið okkar stórkostlega, sjálfboðliðarnir sem þjónuðu í salnum af ótrúlegri fimi, frábæra tónlistarfólkið sem steig á svið, allir þeir einstöku einstaklingar sem sögðu sögur sínar frá fíkn til frelsis, forsætisráðherra, ráðherrar, þingmenn, Björn Skúlason
Oct 16
bottom of page
